Landsvirkjun hefur gefið út skuldabréf með áherslu á sjálfbærni þar sem vaxtakjör eru tengd markmiðum um kolefnisbindingu
Heimsmarkmið sem tengjast verkefninu
Verkefnalýsing
Landsvirkjun gaf út skuldabréf í mars 2020 á Bandaríkjamarkaði að fjárhæð samtals 80 milljónir Bandaríkjadala (þá jafnvirði um 10 milljarða íslenskra króna). Útgáfan endurspeglar áherslur fyrirtækisins á fjármögnun tengda sjálfbærni, þar sem vaxtakjör skuldabréfsins eru tengd markmiðum fyrirtækisins um kolefnisbindingu og þar með Heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun númer 13 um aðgerðir í loftslagsmálum.
Markmið verkefnis
Að veita fjárfestum tækifæri til þess að kaupa skuldabréf sem tengd eru aukinni bindingu CO2 og hafa þar með jákvæð áhrif á umhverfi. Með útgáfunni hefur Landsvirkjun skuldbundið sig til að auka kolefnisbindingu fyrir árið 2020 en náist þau markmið ekki munu vaxtakjör skuldabréfsins hækka um 0,1%. Er skuldbindingin því beintengd markmiðum Landsvirkjunar um að verða kolefnishlutlaus árið 2025.
Hvenær er áætlað að markmiðinu verði náð?
Skuldabréfið er gefið út til þriggja ára og eru markmið um aukna kolefnisbindingu skilgreind fyrir árið 2020.
Mældur árangur
Landsvirkjun hefur skuldbundið sig í að binda að minnsta kosti 32.538 tonn CO2 ígilda árið 2020 og verður það staðfest af þriðja aðila.
Tengdir hlekkir
Tengd verkefni
Museums and the Sustainable Development Goals: a how-to guide for museums, galleries, the cultural sector and their partners
Henry McGhie, Curating Tomorrow
Föngun og förgun koldíoxíðs úr andrúmslofti
Carbfix ohf.
Kolefnisförgunarstöð í Straumsvík
Carbfix ohf.
Flokkun og endurnýting
RARIK ohf.