CO2 verður fangað úr útblæstri frá iðnaði í Evrópu.
Heimsmarkmið sem tengjast verkefninu
Verkefnalýsing
CO2 verður fangað úr útblæstri frá iðnaði í Evrópu og flutt fljótandi með skipum til Straumsvíkur þar sem því er dælt í geymslutanka við hafnarbakkann. CO2 er leyst í vatni áður en því er dælt djúpt í berglög þar sem það steinrennur á innan við tveimur árum með Carbfix tækninni sem hermir eftir og flýtir náttúrulegum ferlum. Aðferðin hefur verið sannreynd sem hagkvæm og umhverfisvæn leið til að binda CO2 varanlega og koma þannig í veg fyrir áhrif þess á loftslagið.
Markmið verkefnis
Coda Terminal mun fullbyggð farga allt að 3 milljónum tonna af CO2 árlega. Gert er ráð fyrir að um 600 bein og afleidd störf geti skapast við uppbyggingu og rekstur miðstöðvarinnar.
Hvenær er áætlað að markmiðinu verði náð?
Árið 2031 verður fullum afköstum náð – förgun 3 milljónum tonna af CO2 árlega.
Mældur árangur
Magn koldíoxíðs sem dælt er niður í berglög.
Framvinda verkefnis
1. febrúar 2023
Rannsóknaboranir við Straumsvík hófust í lok árs 2022. Tilgangur rannsóknarborana er að auka þekkingu á jarðlögum á svæðinu og fá nákvæmari upplýsingar um aðstæður til varanlegrar bindingar á CO2 í jarðlögum með Carbfix-tækninni.
Staða verkefnis
Tengdir hlekkir
Tengd verkefni
Museums and the Sustainable Development Goals: a how-to guide for museums, galleries, the cultural sector and their partners
Henry McGhie, Curating Tomorrow
Föngun og förgun koldíoxíðs úr andrúmslofti
Carbfix ohf.
Flokkun og endurnýting
RARIK ohf.
Stefna Glacier Journey og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
Glacier Journey / Fallastakkur ehf ferðaþjónustufyrirtæki.