Snjallræði

Fyrirtækja logo Höfði friðarsetur Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands, ásamt samstarfsaðilum og bakhjörlum
Höfði friðarsetur Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands, ásamt samstarfsaðilum og bakhjörlum
1. júlí 2019

Vettvangur fyrir samfélagslega nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi þar sem aðaláhersla er lögð á að bæta samfélagið í takt við heimsmarkmiðin.

Heimsmarkmið sem tengjast verkefninu

Verkefnalýsing

Snjallræði er 8 vikna samfélagshraðall sem styður við öflug teymi á sviði samfélagslegra lausna og frumkvöðlastarfsemi sem byggir á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Það geta verið lausnir sem snúa að heilbrigðisþjónustu og vellíðan, bættu menntakerfi, endurnýtanlegri orku, samgöngumálum og matarsóun, svo dæmi séu tekin. Þátttakendur fá aðgang að fræðslu og þjálfun frá innlendum og erlendum sérfræðingum á sviði samfélagsmála og nýsköpunar og fundi með fjölda leiðbeinenda úr atvinnulífinu.

Markmið verkefnis

Eitt af meginmarkmiðunum með verkefninu er að skapa vettvang þar sem einstaklingar, félagasamtök og fyrirtæki geta unnið markvisst að því að tengja eigin hugmyndir og verkefni við heimsmarkmiðin. Þátttakendur fá þannig tækifæri til þess að samtvinna heimsmarkmiðin við eigin verkefni, allt frá því hugmynd kviknar og þar til starfsemi fer að blómstra.

Hvenær er áætlað að markmiðinu verði náð?

Þegar öll ný starfsemi og nýsköpun setur fólk og umhverfi í fyrsta sæti og nýtir heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem mælikvarða á árangur.

Mældur árangur

Einn af bakhjörlum Snjallræðis, Deloitte, mun sjá um greiningu á efnahagslegum og samfélagslegum ávinningi af verkefnum Snjallræðis.

Framvinda verkefnis

1. febrúar 2021

Fyrsti hraðallinn fór fram haustið 2018 og frá því hafa 15 sprotar farið í gegnum hraðalinn en nú í ár bætast 8 sprotar í hópinn. 

Við viljum ýta undir nýsköpun sem tekst á við áskoranir samtímans og vera þannig mikilvægur vettvangur fyrir samfélagssprota. Við viljum ýta undir sjálfbærni í nýsköpun og byggja upp sprota sem styðja með beinum hætti við eitt eða fleiri af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna allt frá fyrstu skrefum. 

Staða verkefnis

Tengdir hlekkir

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira