Verkefnastjórn

Forræði og utanumhald með eftirfylgd heimsmarkmiðanna hérlendis er á hendi verkefnastjórnar heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Verkefnastjórnin er leidd af forsætisráðuneytinu í nánu samstarfi við utanríkisráðuneytið. Verkefnastjórnin er skipuð fulltrúum frá öllum ráðuneytum Stjórnarráðsins ásamt fulltrúum frá Hagstofu Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Alþingi. Þá eru ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og Félag Sameinuðu þjóðanna með áheyrnarfulltrúa í verkefnastjórninni sem taka virkan þátt í vinnu verkefnastjórnarinnar þegar það á við.

Meginhlutverk verkefnastjórnarinnar er að vinna að innleiðingu heimsmarkmiðanna á Íslandi og greiningu á stöðu Íslands gagnvart undirmarkmiðunum. Verkefnastjórnin mun jafnframt sinna alþjóðlegu samstarfi um heimsmarkmiðin og hafa umsjón með framkvæmd landsrýni (e. Voluntary National Review) á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.

Héðinn Unnsteinsson, stefnumótunarsérfræðingur hjá forsætisráðuneytinu, er formaður verkefnastjórnarinnar. Fyrir nánari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við hann í gegnum [email protected] 

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira