Alls eru fjórir mælikvarðar sem enn eru án skilgreindrar aðferðafræði:
8.4.1. Efnisspor, efnisspor á mann og efnisspor miðað við verga landsframleiðslu.
8.8.2. Að hve miklu leyti nýtur launafólk réttinda á innlendum vettvangi (félagafrelsis og kjaraviðræðna) byggt á gögnum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) og innlendri löggjöf, eftir kyni og farandstöðu.
8.9.2. Hlutfall starfa í sjálfbærri ferðaþjónustu af heildarstarfafjölda í ferðaþjónustu.
8.b.1. Fyrirliggjandi mótuð og rekstrartæk innlend áætlun hvað varðar atvinnumál ungmenna, annaðhvort sem sérstök áætlun eða sem hluti af innlendri atvinnuáætlun.
Af þeim mælikvörðum sem hvíla á skilgreindri aðferðafræði eru þrír sem gögnum er ekki safnað um á reglubundinn hátt að svo stöddu. Þeir eru:
8.3.1. Hlutfall óformlegra starfa í öðru en landbúnaði, eftir kyni.
8.4.2. Innlend efnisnotkun, innlend efnisnotkun á mann og innlend efnisnotkun miðað við verga landsframleiðslu.
Þá var það metið svo að einn mælikvarðinn eigi ekki við á Íslandi:
8.7.1. Hlutfall og fjöldi barna á aldrinum 5-17 ára sem stundar barnavinnu, eftir kyni og aldri.
Verið er að kanna fýsileika þess að greina þrjá mælikvarða á grundvelli fyrirliggjandi gagna:
8.2.1. Árlegur vaxtarhraði raunverulegrar vergrar landsframleiðslu á hvern vinnandi einstakling.
8.5.1. Meðaltímakaup starfandi karla og kvenna, eftir starfi, aldri og fötluðum einstaklingum.
8.8.1. Tíðni banvænna og óbanvænna starfstengdra áverka, eftir kyni og farandstöðu.