Ekki liggur fyrir skilgreind aðferðafræði varðandi tvo mælikvarða:
3.5.1 Umfang meðferðarinngrips (lyfjafræðilegrar, sálfélagslegrar og endurhæfingar og eftirmeðferðarþjónustu) vegna vanda af völdum lyfjamisnotkunar.
3.b.3 Hlutfall heilbrigðisstarfsstöðva sem búa yfir grunnbirgðum af viðeigandi nauðsynlegum lyfjum á viðráðanlegu verði á sjálfbærum grunni.
Af þeim mælikvörðum sem hvíla á skilgreindri aðferðafræði eru tveir sem gögnum er ekki safnað um á reglubundinn hátt að svo stöddu:
3.8.1 Umfang nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu (skilgreint sem meðalumfang nauðsynlegrar þjónustu á grundvelli gátunaríhlutana sem taka til frjósemisheilbrigðis og heilbrigðis mæðra, nýbura og barna, smitsjúkdóma, smitlausra sjúkdóma, og þjónustugetu og aðgengis almennings og þeirra samfélagshópa sem standa höllustum fæti).
3.b.1 Hlutfall markþýðis sem fengið hefur allar bólusetningar samkvæmt viðkomandi landsáætlun.
Verið er að kanna fýsileika þess að greina átta mælikvarða á grundvelli fyrirliggjandi gagna:
3.1.2 Hlutfall fæðinga þar sem faglærðir heilbrigðisstarfsmenn eru til staðar.
3.3.5 Fjöldi einstaklinga sem þarfnast inngrips vegna vanmeðhöndlaðra hitabeltissjúkdóma.
3.8.2 Hlutfall íbúa með mikil útgjöld vegna heilbrigðismála sem hlutfall af heildarútgjöldum- eða tekjum heimilis.
3.9.1 Dánartíðni sem rekja má til loftmengunar á heimilum og í andrúmslofti.
3.9.2 Dánartíðni sem rekja má til mengaðs vatns, lélegrar salernisaðstöðu og skorts á hreinlæti (ófullnægjandi aðgangur að hreinu vatni, salernisaðstöðu og hreinlæti, WASH-þjónustu).
3.9.3 Dánartíðni sem rekja má til eitrana af vangá.
3.c.1 Þéttleiki og dreifing heilbrigðisstarfsmanna.
3.d.1 Geta og viðbúnaður gegn heilbrigðisvá samkvæmt alþjóðlegum heilbrigðisreglum (IHR).