Sjö mælikvarðar eru án skilgreindrar aðferðafræði:
17.5.1. Fjöldi landa sem samþykkt hafa og komið til framkvæmda aðgerðaáætlunum til að efla fjárfestingar fyrir þau lönd sem eru skemmst á veg komin í þróun.
17.6.1. Fjöldi samstarfssamninga og -áætlana um vísindi og/eða tækni milli landa, eftir tegund samstarfs.
17.7.1. Heildarfjárhæð samþykktra fjárveitinga til þróunarríkja sem ætlað er að styðja við þróun, yfirfærslu, dreifingu og útbreiðslu umhverfisvænnar tækni.
17.13.1. Þjóðhagslegt mælaborð.
17.14.1. Fjöldi landa þar sem fyrir hendi er fyrirkomulag til að stuðla að samfellu í stefnum um sjálfbæra þróun.
17.17.1. Fjárhæð í bandaríkjadölum sem veitt er til samstarfsverkefna einkaaðila og opinberra aðila og á vettvangi borgaralegs samfélags.
17.18.1. Hlutfall mælikvarða fyrir sjálfbæra þróun, sem settir eru fram á innlendum vettvangi, með fullri aðgreiningu þegar við á vegna markmiðsins, í samræmi við grundvallarreglur um opinbera hagskýrslugerð.
Af þeim mælikvörðum sem hvíla á skilgreindri aðferðafræði er einn sem gögnum er ekki safnað um á reglubundinn hátt að svo stöddu:
17.4.1. Greiðslubyrði sem hlutfall af útflutningi vöru og þjónustu.
Þá var það metið svo að sjö mælikvarðar eigi ekki við á Íslandi:
17.3.1. Bein, erlend fjárfesting, opinber þróunaraðstoð og samstarf innan suðursvæða sem hlutfall af heildarfjárlögum ríkisins.
17.3.2. Umfang peningasendinga (í bandaríkjadölum) sem hlutfall af vergri heildarlandsframleiðslu.
17.10.1. Vegið meðaltal tolla á heimsvísu.
17.11.1. Hluti þróunarlanda og þeirra landa sem eru skemmst á veg komin í þróun af heildarútflutningi á heimsvísu.
17.12.1. Meðaltollar á þróunarlönd, þau lönd sem eru skemmst á veg komin í þróun og lítil eyríki í hópi þróunarríkja.
17.15.1. Að hvaða marki veitendur þróunarsamvinnu nota árangursramma og skipulagningarúrræði í eigu landanna.
17.16.1. Fjöldi landa sem tilkynna um árangur af ramma fjölhagsmunaaðila um eftirlit með skilvirkni þróunaraðstoðar sem styður við markmið um að ná tilteknum markmiðum um sjálfbæra þróun.
Verið er að kanna fýsileika þess að greina tvo mælikvarða á grundvelli fyrirliggjandi gagna:
17.1.2. Hlutfall innlendra fjárveitinga sem fjármagnaðar eru með innlendum sköttum.
17.6.2. Fastar breiðbandsáskriftir á hverja 100 íbúa, eftir hraða.