Fimm mælikvarðar eru án skilgreindrar aðferðafræði:
14.1.1 Stuðull fyrir ofauðgun strandsvæða og þéttleika fljótandi plastúrgangs.
14.2.1 Hlutfall af sérefnahagslögsögum landa sem stjórnað er með vistkerfislegum nálgunum.
14.3.1 Meðalsýrustig sjávar mælt á samþykktum fjölda dæmigerðra sýnatökustöðva.
14.7.1 Sjálfbærar fiskveiðar sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu í litlum eyríkjum í hópi þróunarríkja, löndum sem eru skemmst á veg komin í þróun og öllum löndum.
14.c.1 Fjöldi landa sem náð hafa árangri við að fullgilda, staðfesta og koma til framkvæmda á grundvelli laga-, stefnu- og stofnanaramma gerningum er varða málefni hafsins sem eru til framkvæmdar alþjóðalögum, eins og þau birtast í Hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna, vegna varðveislu og sjálfbærrar nýtingar hafsins og auðlinda þess.
Af þeim fimm sem hvíla á skilgreindri aðferðafræði eru þrír sem gögnum er ekki safnað um með reglubundnum hætti að svo stöddu:
14.6.1 Árangur landa við framkvæmd alþjóðlegra gerninga sem miða að því að berjast gegn ólöglegum, ótilkynntum og stjórnlausum fiskveiðum.
14.a.1 Hlutfall heildarfjárveitinga til rannsókna sem ráðstafað er til rannsókna í haftækni.
14.b.1 Árangur landa af beitingu laga-/reglu-/stefnu-/stofnanaramma þar sem aðgangsréttur lítilla útgerða er viðurkenndur og varinn.