Fjórir mælikvarðar eru án skilgreindrar aðferðafræði:
10.3.1 Hlutfall íbúa sem tilkynnt hafa um persónulega reynslu af mismunun eða áreitni á síðastliðnum 12 mánuðum á grundvelli mismununar sem bönnuð er samkvæmt alþjóðlegum mannréttindalögum.
10.5.1 Mælikvarðar á fjárhagslegt heilbrigði.
10.7.1 Ráðningarkostnaður sem greiddur er af launamanni sem hlutfall af árstekjum sem aflað er í viðtökulandi.
10.7.2 Fjöldi landa sem hrundið hafa í framkvæmd vel stýrðri innflytjendastefnu.
Af þeim mælikvörðum sem hvíla á skilgreindri aðferðafræði eru tveir sem gögnum er ekki safnað um á reglubundinn hátt að svo stöddu:
10.a.1 Hlutfall tollskrársviða sem notuð eru vegna innflutnings frá þeim löndum sem eru skemmst á veg komin í þróun og þróunarlöndum með enga tolla.
10.c.1 Kostnaður við peningasendingar sem hlutfall af þeirri upphæð sem send er.
Þá var það metið svo að einn mælikvarðinn eigi ekki við á Íslandi:
10.6.1 Hlutfall aðildarríkja og atkvæðisréttur þróunarlanda innan alþjóðastofnana.
Verið er að kanna fýsileika þess að greina þrjá mælikvarða á grundvelli fyrirliggjandi gagna:
10.2.1 Hlutfall fólks með undir helming af meðaltekjum, eftir kyni, aldri og fötluðum einstaklingum.
10.4.1 Hluti vinnuafls í vergri landsframleiðslu sem samanstendur af launum og millifærslum frá félagslega kerfinu.
10.1.1 Vaxtarhraði í útgjöldum heimila eða tekjum á mann meðal lægstu 40 hundraðshluta íbúanna og hjá öllum íbúum.