4. þáttur - Heilsa og vellíðan 


Það eru mannréttindi okkar að hafa aðgang að heilbrigðisþjónustu en það er alls ekki þannig að allir hafi aðgang að henni. Ímyndið ykkur bara að komast ekki til læknis þegar þarf eða upp á slysó ef þið fótbrotnið eða dettið á hausinn. Okkur á Íslandi finnst þetta sjálfsagt mál, við erum heppin, en þetta er alls ekki svona í öllum löndum. Svo er líka nauðsynlegt að hlúa að andlegu heilsunni og til dæmis tala um tilfinningar okkar. Það á ekkert okkar að burðast eitt með áhyggjur heimsins.

Á skólavef Félags Sameinuðu þjóðanna er að finna ýmis konar kennslugögn tengd heimsmarkmiðunum. Um er að ræða verkefnahugmyndir sem nýtast kennurum á grunn- og framhaldsskólastigi en markmiðið er að nemendur öðlist aukinn skilning á alþjóðamálum og sjálfbærri þróun og þjálfist í gagnrýnni hugsun. Hér að neðan er að finna verkefni sem tengist markmiði 3.

Þá hefur Menntamálastofnun einnig gefið út námsefni þar sem heimsmarkmiðin koma fyrir og er hluti af því birt hér samhliða þáttunum. 

Kennslugögn tengd markmiði 3:

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira