2. þáttur - Engin fátækt
Í þessum þætti er talað um fátækt og sárafátækt í heiminum og á Íslandi og hvernig við getum unnið okkur upp úr henni í sameiningu. Við verðum að hjálpast að. Það sem er svo frábært við heimsmarkmiðin er að þau tengjast innbyrðis svo ef við tryggjum t.d. menntun fyrir alla sem, er markmið fjögur, þá minnkar fátækt og hungur í heiminum. Við ræðum við Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands og færumst nær heimshetjunni.
Á skólavef Félags Sameinuðu þjóðanna er að finna ýmis konar kennslugögn tengd heimsmarkmiðunum. Um er að ræða verkefnahugmyndir sem nýtast kennurum á grunn- og framhaldsskólastigi en markmiðið er að nemendur öðlist aukinn skilning á alþjóðamálum og sjálfbærri þróun og þjálfist í gagnrýnni hugsun. Hér að neðan er að finna verkefni sem tengist markmiði 1.
Þá hefur Menntamálastofnun einnig gefið út námsefni þar sem heimsmarkmiðin koma fyrir og er hluti af því birt hér samhliða þáttunum.
Kennslugögn tengd markmiði 1:
- Heimsins stærsta kennslustund - Engin fátækt
- Fátækt á heimsvísu þarfnast svæðisbundinna lausna (60 mín, 11-14 ára)
- Börn í okkar heimi
- Verður heimurinn betri?
- Um víða veröld - Heimsálfur