16. þáttur - Líf á landi
Frumskógar heimsins eru stundum kallaðir lungu jarðarinnar því þeir draga til sín svo mikið af koltvísýringi úr andrúmsloftinu. En við mannfólkið erum að eyðileggja þessa frumskóga með því að höggva niður trén og vegna þess missa dýr heimili sín og margar plöntutegundir eru í útrýmingarhættu. En hvað getum við gert?
Á skólavef Félags Sameinuðu þjóðanna er að finna ýmis konar kennslugögn tengd heimsmarkmiðunum. Um er að ræða verkefnahugmyndir sem nýtast kennurum á grunn- og framhaldsskólastigi en markmiðið er að nemendur öðlist aukinn skilning á alþjóðamálum og sjálfbærri þróun og þjálfist í gagnrýnni hugsun. Hér að neðan er að finna verkefni sem tengist markmiði 15.
Þá hefur Menntamálastofnun einnig gefið út námsefni þar sem heimsmarkmiðin koma fyrir og er hluti af því birt hér samhliða þáttunum.
Kennslugögn tengd markmiði 15:
- Hringrásarhagkerfið og nútíma landbúnaður: heildræn sýn – kennslustund 5 (12-19 ára)
- Ekki sóa neinu! – Gefum aðföngum okkar ný hlutverk (45 mín. 8-14 ára)
- Jörðin er heimkynni okkar allra – Hvernig er unga fólkið að vernda plánetuna okkar? (60 mín. 8-14 ára)
- Kvistir - Mengun landsins
- Um víða veröld - Jörðin