15. þáttur - Líf í vatni 


Markmið 14 snýst um að vernda lífríkið í sjónum og vötnum heimsins. Þar er fjölbreytt lífríki og sjórinn hjálpar okkur að losa okkur við koltvísýring úr andrúmsloftinu. Við fáum mikið af okkar fæðu úr sjónum en það þarf að passa að ofveiða ekki fiskinn og menga ekki sjóinn því þá mengum við matinn okkar og dýrategundir geta dáið út.

Á skólavef Félags Sameinuðu þjóðanna er að finna ýmis konar kennslugögn tengd heimsmarkmiðunum. Um er að ræða verkefnahugmyndir sem nýtast kennurum á grunn- og framhaldsskólastigi en markmiðið er að nemendur öðlist aukinn skilning á alþjóðamálum og sjálfbærri þróun og þjálfist í gagnrýnni hugsun. Hér að neðan er að finna verkefni sem tengist markmiði 14.

Þá hefur Menntamálastofnun einnig gefið út námsefni þar sem heimsmarkmiðin koma fyrir og er hluti af því birt hér samhliða þáttunum. 

Kennslugögn tengd markmiði 14:

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira