13. þáttur - Ábyrg neysla og framleiðsla 


Vissir þú að átta milljónum tonna af plasti er hent í sjóinn á hverju ári? Átta milljón tonn! Það er svakalega mikið! Við verðum að gera eitthvað í þessu því þessi hegðun okkar er að eyðileggja lífríkið í sjónum. Besta leiðin er að horfa á hvað við erum að kaupa og hvernig við losum okkur við það. Það skiptir máli hvað þú gerir! Margt smátt gerir eitt stórt.

Á skólavef Félags Sameinuðu þjóðanna er að finna ýmis konar kennslugögn tengd heimsmarkmiðunum. Um er að ræða verkefnahugmyndir sem nýtast kennurum á grunn- og framhaldsskólastigi en markmiðið er að nemendur öðlist aukinn skilning á alþjóðamálum og sjálfbærri þróun og þjálfist í gagnrýnni hugsun. Hér að neðan er að finna verkefni sem tengist markmiði 12.

Þá hefur Menntamálastofnun einnig gefið út námsefni þar sem heimsmarkmiðin koma fyrir og er hluti af því birt hér samhliða þáttunum. 

Kennslugögn tengd markmiði 12:

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira