7. þáttur - Hreint vatn og hreinlætisaðstaða
Ímyndaðu þér í smástund að þú getir ekki farið í næsta krana og fengið þér vatn að drekka. Það er skrítið fyrir okkur á Íslandi að hugsa um að við gætum ekki fengið ískalt ferskt vatn þegar okkur langar. En þetta er staðreynd fyrir alveg svakalega marga í heiminum í dag og þessu þarf að breyta. Það getur verið lífshættulegt að hafa ekki aðgang að hreinu vatni eða hreinlætisaðstöðu. Hvernig er hægt að berjast við heimsfaraldur eins og COVID-19 ef vatn og sápa er hvergi nærri? En hvað er hægt að gera? Við förum yfir málið í þætti dagsins.
Á skólavef Félags Sameinuðu þjóðanna er að finna ýmis konar kennslugögn tengd heimsmarkmiðunum. Um er að ræða verkefnahugmyndir sem nýtast kennurum á grunn- og framhaldsskólastigi en markmiðið er að nemendur öðlist aukinn skilning á alþjóðamálum og sjálfbærri þróun og þjálfist í gagnrýnni hugsun. Hér að neðan er að finna verkefni sem tengist markmiði 6.
Þá hefur Menntamálastofnun einnig gefið út námsefni þar sem heimsmarkmiðin koma fyrir og er hluti af því birt hér samhliða þáttunum.