Jarðhitagarður

Fyrirtækja logo Orka náttúrunnar
Orka náttúrunnar
12. ágúst 2019

Jarðhitagarður ON er umgjörð um fjölbreytta starfsemi sem stuðlar að sem bestri nýtingu afurða Hellisheiðarvirkjunar, jákvæðum umhverfisáhrifum og verðmætasköpun.

Heimsmarkmið sem tengjast verkefninu

Verkefnalýsing

Jarðhitagarður ON í Ölfus var nýlega stofnaður í þeim tilgangi að hvetja til fjölbreyttrar nýtingar auðlinda strauma til staðar á Hellisheiði. Jarðhitagarður er starfræktur með því markmiði að ná yfir fjölbreytta starfsemi sem getur hámarkað vistvæna nýtingu jarðhita auðlinda og um leið gert vinnsluna enn heildrænni og virðismeiri. Sem dæmi um nýtingu aðlindanna getur kalt vatn verið notað til kælingar á ýmisskonar búnaði, koltvísýringur getur nýst til ræktunar og eldsneytisframleiðslu og kísill getur verið innihaldsefni í snyrtivörur og fæðubótaefni. Með því að nýta afurðirnar, er vonin að ná fram samlegðaráhrifum og jafnvel hringrásarhagkerfi, þar sem hliðarafurðir eins fyrirtækis geta nýst og skapað verðmæti fyrir annað og um leið dregið er úr umhverfisspori vegna starfsemi Hellisheiðarvirkjunar. Til að stuðla að nýsköpun og rannsóknum á sviði jarðhitanýtingar hefur ON veitt aðgengi að auðlindastraumum.

Markmið verkefnis

Markmið Jarðhitagarðs er að bjóða uppá umhverfi fyrir fjölbreytta starfsemi, með því markmiði að nýta auðlindir frá Hellisheiðarvirkjun með sem bestum hætti og þar með draga úr umhverfisáhrifum, að skapa tækifæri fyrir sameiginlega verðmætasköpun og að stuðla að nýsköpun með jarðhitaauðlindir.

Hvenær er áætlað að markmiðinu verði náð?

ON hefur sett metnaðarfull markmið í að vera til fyrirmyndar í nýtingu náttúrunnar. Jarðhitagarður er langtímaverkefni en með hverjum viðskiptavini sem bætist við í Jarðhitagarði og nýtir auðlindastrauma frá Hellisheiðarvirkjun verða framfarir á nýtingu jarðhitaauðlindarinnar.

Mældur árangur

Árangur verður mældur í verðmætasköpun og bættri nýtingu auðlinda, þ.e. lægra umhversfótspori Hellisheiðarvirkjunar.

Framvinda verkefnis

8. febrúar 2021

ON undirritaði samning við nýjan viðskiptavin, nýsköpunarfyrirtækið Climeworks, um uppbyggingu í Jarðhitagarðinum.  Climeworks hefur þróað tækni til þess að fanga koltvísýring úr andrúmslofti og með Carbfix tækninni verður honum dælt niður í berg og hann steingerður þar.  Þetta köllum við kolefnisförgun.  

Með tilkomu Climeworks hefst nýting á nýjum auðlindastraumi í Jarðhitagarðinum, varma úr jarðhitavatni.  Uppbyggingu Climeworks í Jarðhitagarðinum miðar vel og er stefnt að gangsetningu vorið 2021.

13. mars 2023

ORCA-kolefnisföngunarverkefni Climeworks hefur gengið vel og á árinu 2022 var samið um tíföldun á afköstum með verkefninu Mammoth í Jarðhitagarðinum. 

Samið var um uppbyggingu örþörungavinnslu árið 2018 og hefur hún verið starfandi frá 2020 og samið var um stækkun árið 2021. Fyrirtækið nýtir ýmsa strauma sem verða til við orkuvinnsluna en nýtast henni ekki og er því gott dæmi um hringrásarhagkerfi í raun.

 

Staða verkefnis

Tengdir hlekkir

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira